HeimKRW / TWD • Gjaldmiðill
add
KRW / TWD
Við síðustu lokun
0,023
Viðskiptafréttir
Um Suðurkóreskt vonn
Suðurkóreskt vonn er gjaldmiðill Suður-Kóreu. Eitt vonn skiptist í 100 jeon, en jeon er ekki lengur notað sem gjaldmiðill og kemur einungis fyrir í gengisútreikningum. Kóreubanki í Seúl gefur út vonn.
Heitið vonn er skylt kínverska orðinu júan og japanska orðinu jen. Þau eru öll dregin af tákninu 圓 sem merkir gjaldmiðill eða mynt.
Vonn var gjaldmiðill landsins fyrir 1910 en eftir hernám Japana í Suður-Kóreu var tekið upp kóreskt jen sem var jafngilt japönsku jeni. Eftir skiptingu landsins 1945 var suðurkóreskt vonn notað í suðurhlutanum en norðurkóreskt vonn í norðurhlutanum. WikipediaUm Taívanskur dalur
Nýr Taívandalur er gjaldmiðill Lýðveldisins Kína frá 1949 þegar hann tók við af gömlum Taívandal. Hann var fyrst gefinn út af Taívanbanka en hefur verið gefinn út af Seðlabanka Lýðveldisins Kína frá 2000. Hann hefur skammstöfunina TWD og gjaldmiðlatáknið NT$. Hálfur dalur, einn, fimm, tíu, tuttugu og fimmtíu dalir eru gefnir út sem mynt en seðlar frá NT$ 100 til NT$ 2000. Gengið miðað við Bandaríkjadal hefur verið á bilinu frá 10 til yfir 40 Taívandalir á móti einum Bandaríkjadal. Árið 2013 var gengið um 30. Wikipedia