Ástæða þess að við seljum auglýsingar, ekki leitarniðurstöður.

Í heimi þar sem allt virðist falt, hvers vegna geta auglýsendur þá ekki keypt sér betri staðsetningu í leitarniðurstöðum okkar?

Svarið er einfalt. Við lítum svo á að þú eigir að geta treyst því sem þú finnur þegar þú notar Google. Allt frá upphafi höfum við haft það að leiðarljósi í leitarþjónustu okkar að veita notendum okkar áreiðanlegustu svör og niðurstöður sem völ er á.

Leitarniðurstöður Google taka með í reikninginn hverjir tengja inn á vefsíðu, sem og hversu vel efnið á síðunni tengist fyrirspurninni. Niðurstöðurnar endurspegla það sem netsamfélagið telur mikilvægast, ekki það sem við eða samstarfsaðilar okkar telja að þú ættir að sjá.

Jafnvel þótt við teljum að auglýsingar sem eru efni viðkomandi geti verið jafngagnlegar og niðurstöðurnar sjálfar viljum við ekki að notendur þurfi að velkjast í vafa um hvort er hvað.

Allar auglýsingar á Google eru skýrt merktar og aðskildar frá raunverulegum leitarniðurstöðum. Þótt auglýsendur geti borgað meira til að birtast ofar á auglýsingasvæðinu getur enginn keypt sér betri staðsetningu í leitarniðurstöðunum sjálfum. Þar að auki birtast auglýsingar aðeins ef þær tengjast leitarfyrirspurninni sem þú slóst inn. Það þýðir að þú sérð bara auglýsingar sem gagnast þér í raun og veru.

Sumar netþjónustur leggja litla áherslu á að gera greinarmun á leitarniðurstöðum og auglýsingum.

Við gerum það hins vegar.